Skip to content

Norðurlandamót unglinga stendur yfir

  • by

12493579_1071078119603188_2417811174052032258_oÁ morgun föstudag hefst í Svíþjóð Norðurlandamót ungmenna í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum. 10 íslensk ungmenni eru skráð til keppni,
Á morgun er keppt í klassískum kraftlyftingum og hefst keppnin kl.10 að staðartíma. Meðal keppenda eru Aron Ingi Gautason, Dagfinnur Ari Normann, Arnar Harðarson, Karl Anton Löve, Óskar Helgi Ingvason og Kara Gautadóttir
Á laugardaginn er svo keppt í kraftlyftingum, en þar taka þátt fyrir Íslands hönd þau Þorbergur Guðmundsson, Guðfinnur Snær Magnússon, Inga María Henningsdóttir og Fríða Björk Einarsdóttir.
Nánari upplysingar um mótið og hvernig maður getur fylgst með á netinu má finna á heimasíðu NPF https://npfpower.wordpress.com/

Í fyrra vann Ísland tvenn gull, eitt silfur og ein bronsverðlaun á NM. Það verður spennandi að sjá hvernig okkar fólki gengur í ár. Óskum þeim öllum góðs gengis!