Skip to content

Unglingalandslið 2013

  • by

Norðurlandamót drengja/stúlkna (14 – 18 ára) og unglinga (19 – 23 ára) verður haldið á Íslandi 23 – 24 febrúar nk.

Kraftlyftingasambandið vill nota þetta tækifæri til að vekja athygli á íþróttina og gefa ungum kraftlyftingamönnum hvatningu til bætinga. Það er  stefna landsliðsnefndar að gefa sem flestum ungum íslenskum kraftlyftingamönnum tækifæri til að vera með og keppa á heimavelli, en 11 strákar og 10 stúlkur mega taka þátt frá hverju landi.

Landsliðnefndin hefur beðið félögin um aðstoð við að finna efnileg ungmenni sem eiga erindi í keppnina. Þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig og vilja komast í hópinn ættu að hafa samband við sitt félag sem allra fyrst.

Lika er hægt að hafa beint samband við Guðjón,  861 4419, Kára 695 3348 eða Grétar coach@kraft.is til að koma sér á framfæri.

 

Leave a Reply