Skip to content

NORÐURLANDAMÓT NÆSTU HELGI

  • by

Í lok næstu viku fara fram tvö Norðurlandmót í Njarðvíkum í umsjón Massa. .
Föstudaginn 22.ágúst er keppt í kraftlyftingum karla og kvenna.
Laugardaginn 23.ágúst er keppt í bekkpressu karla og kvenna.
Keppnin hefst kl. 10.00 báða dagana með keppni í kvennaflokkum.
TÍMAPLAN

11 íslenskir keppendur taka þátt í kraftlyftingum, en 5 í bekkpressu.
KEPPENDUR

Meðal keppenda eru sumir af sterkustu konum og körlum Norðurlanda, og sérstaklega í bekkpressu má búast við stórum hlutum. Þetta eru mót sem áhugamenn um kraftlyftingar vilja ekki láta fram hjá sér fara.

Þing Norðurlandasambandsins NPF fer fram í tengslum við mótin.