Skip to content

Mótaskrá 2018

  • by

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í gær tillögur mótanefndar um mótaskrá 2018.
Í henni eru ýmis nýmæli.
Í fyrsta sinn ríkir fullkomið jafnræði milli greina og hefur verið bætt á listann ÍM ungmenna og öldunga og bikarmót í bekkpressu bæði með og án búnaðar.

Þar sem mótum og keppendum hefur fjölgað án þess að árið hafi lengst er óhjákvæmilegt að gera framvegis ráð fyrir tveggja daga mótum.
Settar hafa verið upp 6 tveggja daga mótahelgar þar sem keppt er bæði í þríþraut og bekkpressu
febrúar: opinn flokkur með búnaði
mars: opinn flokkur án búnaðar
júni: aldurstengdir flokkar með búnaði
ágúst: aldurstengdir flokkar án búnaðar
oktober: Bikarmót án búnaðar
nóvember: Bikarmót með búnaði
Það er von stjórnar að þessi samþjöppun verði til bóta bæði fyrir keppendur og mótshaldara og verði íþróttinni til framdráttar.

Stjórnin lýsir hér með eftir mótshöldurum að þessum mótum og tekur formaður mótanefndar við beiðnum á gry@kraft.is
Við bendum á þann augljósa valkost að félög geti sameinast um mótahald.

Það er yfirlýst markmið í afreksstefnu sambandsins að öll félög haldi einhverskonar mót á árinu.
Opin mót sem framkvæmd eru í samræmi við Reglugerð um kraftlyftingakeppni verða framvegis sett á mótaskrá ef þess er óskað.