Skip to content

Mótaskrá 2011

  • by

Byrjað er að vinna mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og má sjá drög að henni undir MÓT.
Stjórnin hvetur félögum eindregið til að huga að mótahald sem fyrst og taka frá dögum strax, þó að frestur til að fá mót skráð renni ekki út fyrr en 1. september.

Það er allt sem mælir með því að halda mót:
– félagsmenn fá að keppa á heimavelli
– undirbúningur og framkvæmd þjappar hópinn saman og styrkir félagsandann, allir fá hlutverk
– vel undirbúið mót getur gefið vel í kassann, smbr. nýafstaðið Kópavogsmót sem skildi eftir 150.000 hjá Breiðabliki og ÍM í bekkpressu á Akranesi sem gaf enn betur.

Ósk um að fá mót á mótaskrá sendist kraft@kraft.is


Tags:

Leave a Reply