Mót – úrslit – met

Mótaskrá 2017

úrslit móta:  GAGNABANKI KRAFT – ÚRSLIT MÓTA

íslandsmet: http://results.kraft.is/records

alþjóðleg met:Norðurlandamet – Evrópumet –  Heimsmet

——————————————————————————————————————–

LÁGMÖRK FYRIR KLASSÍSK ÍSLANDSMET: Klassisk_Islandsmetslagmork
LÁGMÖRK FYRIR ÍSLANDSMET Í BÚNAÐI
: http://results.kraft.is/records
Fléttið upp viðeigandi flokk. Daufar tölur eru lágmörk sem hafa ekki verið slegin.
Keppandi þarf að fara YFIR lágmörkum í sínum aldurs- og þyngdarflokki til að fá lyftuna skráða sem met.

Um skráningu íslandsmeta segir í reglugerð 24.grein:

Skráning Íslandsmeta í kraftlyftingum, Íslandsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum, Íslandsmeistaramóti í bekkpressu, Íslandsmeistarmóti í réttstöðulyftu, Bikarmóti í kraftlyftingum svo og á alþjóðamótum eða landsmeistaramótum erlendra aðildarsambanda undir lögsögu IPF.
Íslandsmet eru skráð í hverjum aldursflokki og þyngdarflokki karla og kvenna í eftirfarandi greinum: hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu, samanlögðu, bekkpressumótsmet í bekkpressu , réttstöðumótsmet í réttstöðulyftu.
Gerður er greinarmunur á metum settum með eða án búnaðar og eru þau síðarnefndu nefnd klassísk met.
Íslandsmet með búnaði skal setja á mótum þar sem keppt er með búnaði, Klassísk met skal setja á mótum þar sem keppt er án búnaðar.
Ekki er hægt að setja klassísk met á búnaðarmóti jafnvel þó keppt sé án búnaðar. Sömuleiðis er ekki hægt að setja búnaðarmet á klassísku móti jafnvel þó lyft sé yfir gildandi meti með búnaði.
Keppnisskýrsla undirritaða af dómurum skal senda stjórn KRAFT innan tveggja vikna frá setningu mets. Uppfærður metalisti skal aðgengilegur á kraft.is
Eingöngu íslenskir ríkisborgarar geta sett Íslandsmet.
Viðmið fyrir klassísk Íslandsmet verða sett fyrir 1.janúar 2014 og hefst skráning meta f.o.m. þeim degi.
——————————————————————————————————————–