Skip to content

Minning

  • by

Í dag er til grafar borinn Jóhannes Hjálmarsson á Akureyri. Hann var á 81. aldursári.
Jóhannes var lifandi sönnun þess að kraftlyftingar er íþrótt fyrir menn á öllum aldri. Hann hóf að stunda og keppa í kraftlyftingum um fimmtugt og gerði garðinn frægan á árunum 1980-90 eins og sjá má HÉR.
Jóhannes keppti fyrir Íslands hönd erlendis og varð tvisvar sinnum heimsmeistari öldunga og setti heimsmet í sínum aldursflokki.
Hann var virkur í félagsmálum, ekki síst íþróttamálum og var heiðursfélagi í Kraftlyftingafélagi Akureyrar. Hans verður minnst með virðingu og vinsemd af þeim sem kynnstust honum.
Kraftlyftingaheimurinn vottar ástvinum Jóhannesar samúð í dag.

Tags:

Leave a Reply