Skip to content

Minning

  • by
10678707_10153042901429378_2292254327814672331_nKraftlyftingamenn minnast nú með virðingu látins félaga, Guðna Sigurjónssonar, sem lést í síðustu viku.
Guðni, sem var fæddur 1963, var á yngri árum mikill afreksmaður í íþróttum og keppti m.a. í frjálsum íþróttum, handbolta og fótbolta auk kraftlyftinga.
Guðni varð heimsmeistari IPF árið 1991 í -110 kg flokki og vann til margra verðlauna um þær mundir, bæði hér heima og á alþjóðamótum
Guðni var áberandi á keppnispalli, en fyrirferðalítill utan hans. Félagar hans sjá á eftir góðum og tryggjum dreng og votta hans nánustu samúð sína.
Kraftlyftingasambandið kveður hann með virðingu. Minning hans lifir.
(Myndin er af forsiðu fréttablaðs IPF)
Tags: