Skip to content

Mikil fjölgun iðkenda

  • by

Aukinn áhugi á lyftingum og kraftlyftingum og fjölgun iðkenda í sportinu hefur verið mikil á árinu sem er að líða. Við sjáum stöðugt ný nöfn meðal keppenda á mótum – ekki síst meðal unglinga og í kvennaflokki – og er það mjög gleðilegt. .
Kraftlyftingafélögin í landinu hafa unnið gott starf á árinu og öll aðstaða, skipulag og utanumhald um æfingar og keppendur hefur tekið stórstígum framförum síðan 2010, þegar Kraftlyftingasambandið var stofnað.
Sífellt fleiri átta sig á mikilvægi styrktarþjálfunnar í almennri heilsurækt fyrir alla aldurshópa og skilja nauðsyn þess að stunda hana undir góðri leiðsögn.
Stjórn KRAFT og aðildarfélög sambandsins halda áfram á nýju ári að búa enn betur í haginn fyrir þá sem vilja bætast í hópinn.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/27/idkendum_fjolgar_mest_i_lyftingum/

Tags: