Skip to content

Matthildur heimsmeistari!

  • by

Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu í -84 kg flokki á nýju glæsilegu íslandsmeti 117,5 kg.
Matthildur gerði ógilt í fyrstu umferð 112,5 kg, tók það í næstu umferð og kláraði svo 117,5 kg í þeirri þriðju. Baráttan var hörð við Torronen frá Finnlandi en þegar henni mistókst stóð Matthildur eftir á toppnum.
Við óskum henni innilega til hamingju með titilinn!