Skip to content

María tók 6.sætið

  • by

María Guðsteinsdóttir tók 6.sætið á Evrópumótinu í Tékklandi.
Hún lyfti í -63,0 flokki og vigtaði 62,5 kg.

María byrjaði í 152,5 kg í beygju og tók síðan 157,5 örugglega. Tilraun við 165,0 kg misheppnaðist því miður.
Á bekknum tók hún seríuna 95 – 100 – 105 kg, allar lyfturnar mjög fallegar og öruggar.
Í réttstöðu tók hún 162,5 – 170 – 175, allt líka mjög öruggt og  átti jafnvel inni.
Samtals gerir þetta 437,5 kg sem er 5 kg bæting frá EM í fyrra, en þá lyfti hún í þyngdarflokki -67,5 kg.
Þetta dugði Maríu í 6. sætið sem er mjög ánægjulegur árangur.

Úrslitin í beygjunni ollu ákveðnum vonbriðgum, en á bekknum sýnir hún meiri styrk en hún hefur gert síðustu ár og réttstaðan er greinilega á uppleið. Það er mjög gleðilegt. Allar lyfturnar eru Íslandsmet.
Við óskum Maríu til hamingju með þennan árangur. Enn einu sinni lætur hún til sín taka á stórmóti, sjálfri sér, félagi sínu og landsliðinu til sóma.

Sigurvegarinn í flokknum var Tetyana Akhmamyetyeva frá Úkarínu með 560,0 kg.
Heildarúrslit

Leave a Reply