Skip to content

María og Aron Íslandsmeistarar í réttstöðulyftu

  • by

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fór fram á heimavelli Breiðabliks í íþróttahúsinu í Smáranum í dag. Umgjörð mótsins var góð og fjölmenni á áhorfendapöllunum.
29 keppendur mættu til leiks og hér má sjá heildarúrslit.
Stigabikar kvenna vann María Guðsteinsdóttir, Ármanni, á nýju íslandsmeti í 72,0 kg flokki. Hún lyfti 180 kg og fékk 190,58 stig. Stigarbikar karla fékk Aron L.D.Teitsson, Grótta, sem lyfti 270 kg í -83,0 kg flokki. Það er líka nýtt íslandsmet og gaf honum 182,03 stig.
Stigahæsta félagið var Grótta sem heldur forystunni í liðakeppninni.
Dómarar voru Helgi Hauksson, Halldór Eyþórsson og Gunnar Hjartarson. Mótsstjóri var Hjálti Árnason.

Við óskum nýkrýndum íslandsmeisturum og íslandsmethöfum til hamingju með daginn og Kraftlyftingadeild Breiðabliks til hamingju með flott mót.