Skip to content

María Norðurlandmeistari

  • by

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, varð í dag Norðurlandameistari kvenna í kraftlyftingum í -67,5 kg flokki.
Hún lyfti seríuna 165,0 – 102,5 – 172,5 = 440,0 kg.  
María háði spennandi baráttu um gullið við Lindu Samuelsson frá Svíþjóð, en María lagði grunninn að sigurinn í bekkpressunni með sterkri lyftu og nýju Íslandsmeti. Hún tók síðan af allan vafa með glæsilegu Íslandsmeti í síðustu réttstöðulyftunni.
Þetta er í annað skipti sem María hreppir þennan titil, en hún vann líka til gullverðlauna árið 2005.
María keppir aftur á morgun í bekkpressu.

HEILDARURSLIT

Leave a Reply