Skip to content

Maria keppti í dag

  • by

María Kristbjörg Lúðvíksdóttir keppti í dag á EM í klassískri bekkpressu í +84kg flokki, en María er íslandsmeistari og íslandsmethafi í flokknum.
Þetta var frumraun Maríu á stóra sviðinu og því miður tókst henni ekki að sýna sitt rétta andlit. Hún reyndi þrisvar við byrjunarþyngd 140 kg en hlaut ekki náð fyrir augu dómaranna og féll úr keppni.
Það er svekkjandi að ná ekki markmiðum sínum, en María kemur heim reynslunni ríkari og mun vonandi geta nýtt sér það í framhaldinu.