Skip to content

María keppir á morgun

  • by

Erfiðlega hefur gengið að fá fréttir af HM sem nú stendur yfir í Suður-Afríku, en netsambandið hefur ekki verið eins maður hefði átt von á.  Það breytir því ekki að María Guðsteinsdóttir keppir á morgun kl. 10.00 á staðartíma og sendum við henni og Klaus aðstoðarmanni hennar hrikalegar stuðningskveðjur. María er í góðri æfingu og ætlar að bæta árangur ársins á morgun.

Vonandi verður tölvusambandið komið í lag svo við getum fylgst með í beinni.

Á sunnudag fór fram þing IPF þar sem afgreiddur var fjöldi mála og reglubreytinga. Enn hefur sambandið skerpt áherslur sínar í baráttunni við lyfjamisnotkun, en árangur á því sviði er forsenda þess að kraftlyftingamenn geti sest niður og talað við stuðningsaðila og önnur íþróttasamtök eins og t.d. IOC, en stefna IPF er að kraftlyftingar verði með tímanum ólympísk íþrótt.

Sú reglubreyting sem hefur vakið mest umtal enn sem komið er er ákvörðunin um að breyta þyngdarflokkaskiptingu f.o.m. 1.jan 2011. Við munum kynna niðurstöður þingsins betur þegar við fáum þingskjölin í hendurnar.

Tags:

Leave a Reply