Skip to content

María keppir í dag

  • by

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum karla og kvenna hófst í gær með keppni í léttustu flokkum karla og kvenna.
Hér má sjá beinar útsendingar og upptökur af keppni dagsins: http://www.ustream.tv/channel/SPV-TV
Úrslitin birtast hér: http://goodlift.info/live.php
Á facebooksíðu IPF birtast myndir á hverjum degi.

Í dag miðvikudaginn 9.nóvember keppir María Guðsteinsdóttir í -63,0 kg flokki. Keppnin hefst klukkan 13.00 á íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með livestreaming á netinu í tenglunum fyrir ofan. Klaus Jensen er Maríu til aðstoðar. 
María er vel undirbúin og stefnir eins og ætíð á bætingar og ný Íslandsmet. Við óskum henni góðs gengis.

Tags:

Leave a Reply