Skip to content

María í 8.sæti

  • by

María Guðsteinsdóttir hefur lokið keppti á HM í kraftlyftingum. Hún vigtaði 71,08 í -72 kg flokki.
María hefur átt við meiðsli að stríða í uppkeyrslu fyrir mótið og hefur það eflaust átt sinn þátt i því að hún náði ekki að sýna sínar allra bestu hliðar í dag.
Í beygju tók hún 177,5 kg og reyndi við nýtt íslandsmet 185, en var of grunn. Á bekknum lyfti hún 112,5 kg og í réttstöðu 182,5. Í síðustu lyftu gerði hún ágæta atlögu að íslandsmetinu og reyndi við 190 kg, en það vantaði herslumuninn.
María lenti í 8.sæti í flokknum með 472,5 kg samanlagt, en þetta er í 10.skipti sem María tekur þátt á heimsmeistaramóti.
Til hamingju með þetta, María!

Hörð og spennandi keppni var um verðlaunin í flokknum fram i síðustu lyftu. Priscilla Ribic frá Bandaríkjunum stóð eftir sem sigurvegari með  622,5 samanlagt eftir að hafa lyft 247,5 kg í síðustu lyftu, en það er hálfu kílói frá hennar eigin heimsmeti.