Skip to content

María í 6.sæti með tvö ný íslandsmet

  • by

1825María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppti á Evrópumeistaramótinu í Tékklandi í dag. Hún lenti í 6. sæti í -72,0 flokki þar sem hún vigtaðist 68,44 kg.
María byrjaði af krafti og átti mjög góða beygjuseríu: 170 – 177,5 – 182,5 sem er 17,5 kg bæting á hennar eigin íslandsmeti í flokknum. Á bekknum endaði hún í 110,0 kg eftir að hafa misst 112,5 í síðustu tilraun. Í réttstöðunni þurfti hún tvær tilraunir með byrjunarþyngd en kláraði svo 172,5 kg í þriðju tilraun.
Samanlagt gerir það 465,0 kg sem er nýtt íslandsmet og 7,5 kg persónuleg bæting í flokknum.
Við óskum Maríu til hamingju með metin og bætingarnar.

Sigurvegari í flokknum var hin danska Annette Pedersen.

Tags: