Skip to content

María hefur lokið keppni.

  • by

María Guðsteinsdóttir lauk keppni á HM í kraftlyftingum í dag og lenti í 13 sæti í -63,0 kg flokki. Hún vigtaði inn 62,71 kg.

Í hnébeygju byrjaði María í 152,5 kg og kláraði þeirri þyngd létt og örugglega. Hún bað síðan um nýtt Íslandsmet, 160,0 kg á stöngina. Sú lyfta fengi seint fegurðarverðlaun, en fór upp með míkilli hörku og var dæmd gild. María mætti svo mjög einbeitt og ákveðin í þriðju lyftu þar sem hún fékk 165,0 kg á stöngina. Sú lyfta fór mjög örugglega upp og María bætti þar með Íslandsmetið aftur. Það var gaman að sjá Maríu með þrjár góðar og gildar hnébeygjur og tvíbætingu á íslandsmeti, en þetta er 7,5 kg bæting á fyrra meti.

Bekkpressan gékk ekki eins vel. María þurfti tvær tilraunir við byrjunnarþyngdina 97,5 kg. Það tókst í annarri tilraun þar sem María mætti mjög einbeitt til leiks, vandaði sig í öllu og lyfti sannfærandi. Hún bað um 102,5 kg í þriðju tilraun, þyngd sem ætti að vera örugg, en hún virtist missa hana strax á leiðinni niður og náði aldrei að klára.

Í réttstöðu byrjaði María létt og örugglega í 165,0 kg. Hún hækkaði svo í 175,0 kg. Lyftan var lengi á leiðinni upp og missti hún hana úr höndum sér á síðustu stundu. Í þriðju tilraun gekk allt upp, það var góð og gild lyfta, 175,0 kg, og átti hún inni.

María lauk keppni með 437,5 kg sem er sama tótal og hún tók á EM.
Við óskum henni til hamingju með árangurinn og Íslandsmetið.

Sigurvegari í flokknum var Larysa Soloviova frá Úkraínu á nýju heimsmeti 632,5 kg.
Heildarúrslit: http://goodlift.info/live/wscoresheet_full.html

Leave a Reply