Skip to content

Lyftum heima

  • by

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýjar reglur um samkomutakmarkanir og gilda þær til 1.desember nk.
Allt íþróttastarf iðkenda fædd fyrir 2005 er nú óheimilt, íþróttahús verða lokuð og skipulagðar æfingar falla niður.
Þegar svipað var upp á teningnum í vor tókst mörgum að koma sér upp æfingaraðstöðu heima og nú erum við komin aftur í sömu spor. Við brýnum fyrir alla að gæta vel að persónubundnum sóttvörnum og fara varlega!
#verumsterk #lyftumheima #kraftlyftingasamband_islands #kraftis

Um æfingar ungmenna fædd 2005 og síðar gilda aðrar reglur.

Vitnum í Lárus L. Blöndal, forseta ÍSÍ:
Íþróttahreyfingin er ótrúleg hreyfing. Hún hefur staðið sig frábærlega í þessu erfiða umhverfi sem hún hefur búið við síðustu mánuði. Ég hvet alla sem koma að íþróttastarfinu til að sýna áfram þolinmæði og seiglu sem munu reynast okkur vel í baráttunni við veiruna. Við þurfum, þrátt fyrir farsóttarþreytu, að halda áfram að rækta það frumkvæði og hugmyndaflug sem hreyfingin hefur sýnt þegar kemur að því mæta þeim áskorunum sem við blasa hverju sinni.
Við þurfum öll að standa vörð um íþróttastarfið í landinu og vera meðvituð um mikilvægi íþróttaiðkunar, ekki síst á tímum sem þessum. Gott heilsufar er besta forvörnin gagnvart kórónuveirunni sem og mörgum öðrum sjúkdómum.
Hvetjum hvert annað áfram, sýnum tillitsemi, samstöðu og ábyrga hegðun“