Skip to content

Lokahóf – uppskeruhátíð

  • by

Á laugardag, að loknu bikarmóti, verður haldið lokahóf í veislusal Breiðabliks í Smáranum. Þetta verður um leið uppskeruhátíð ársins 2013, liðabikarinn verður afhentur og ýmsar uppákomur aðrar á dagskrá.

Veislan kostar 3400 krónur. Í boði verður fiskisúpa í forrétt og lambalæri með öllu tilheyrandi í aðalrétt. Drykkir verða til sölu á staðnum.

Panta og greiða þarf miðana í síðasta lagi á morgun, þriðjudag.
Reikningsnúmer 0130-26-090909
Kennitala 530309-0100