Úrslit liggja nú fyrir í keppninni um titilinn Kraftlyftingafélag ársins 2010.
http://kraftis.azurewebsites.net/felog/stada/
Massi hefur öruggan sigur með 282 stig. Ármann er í öðru sæti með 226.
Síðan fylgja Breiðablik, Selfoss (sem tók stórt skref upp listann eftir mótið á heimavelli í dag), Sindri, Akranes og Mosfellsbær.
Kraftlyftingafélag Akureyrar hefur beðist undan þátttöku í liðakeppninni.
Við óskum suðurnesjamönnum til hamingju með verðskuldaðan sigur. Það er gaman að sjá hvernig liðsandinn hefur eflst hjá félögunum á þessu keppnisári og við óskum öllum félögum til hamingju með það.
Verðlaunin verða formlega afhent sigurvegurum með viðhöfn í tengslum við kraftlyftingaþingið í janúar.