Skip to content

Leiðbeiningar frá IPF um túlkun keppnisreglna

Framkvæmdanefnd IPF ræddi á fundi sínum í apríl sl. túlkun keppnisreglna og var það niðurstaða nefndarinnar að nokkuð væri um það að að keppnisreglur væru ekki túlkaðar rétt af dómurum þegar kæmi að hnébeygju og réttstöðu. IPF biður alla dómara, þjálfara og keppendur að taka mið af þessu. Ath. að ekki er um reglubreytingu að ræða heldur hvernig túlka ber núverandi reglur.

Varðandi hnébeygju þá segja reglurnar að keppandi eigi í byrjunarstöðu að vera uppréttur (örlítill framhalli leyfður) með hnén læst. Í lok lyftu þarf keppandi einnig að læsa hnjám og vera uppréttur á sama hátt. IPF segir að nokkuð sé um að dómarar hafi dæmt lyftur gildar þó að þessi skilyrði séu ekki uppfyllt.

Varðandi réttstöðulyftu er bent á að reglurnar segi að keppandi eigi í lokastöðu að hafa rétt úr sér og skulu hné vera læst og axlir vera aftur. IPF bendir á að ekki sé nauðsynlegt að enda í “ýktri” lokastöðu þar sem keppandi hallar afturábak og með axlir langt aftur.

Til nánari skýringar er hér að neðan enskur texti úr tilkynningu IPF:

The IPF Executive Committee held a meeting during the latter part of April 2023. One of the agenda items discussed were the Technical Rules. We concluded that several of the rules were NOT being enforced correctly, and this email will offer clarification and guidance on the correct interpretation of the Technical Rules.

We respectfully request that you share this message with ALL of your Coaches and Referees.

Squat

The 1st  technical rule we discussed at the meeting concerned the Squat.

When receiving a Blue Card,  the reason for disqualification is as follows:

Failure to assume an upright position with the knees locked at the commencement or completion of the lift.

The referees are not enforcing this rule. Additionally, there are a large number of lifters than ever before, both at the start and finish of the Squat, with the bar too far down their back, causing them to lean too far forward.

The Technical Rules only allow for a small deviation (lean) forward.

Please make sure your athletes start and finish in correct position.

Deadlift

The 2nd technical rule we discussed at the meeting concerned the Deadlift.

When receiving the a Red Card the reason for disqualification is as follows:

1. Failure to lock the knees straight at the completion of the lift.

2. Failure to stand erect with the shoulders back.

Please note. When the lifter stands erect with the shoulders back, this is enough, and there is no need to have an exaggerated lockout with the shoulder way back (Often times, we see this in the sumo deadlift).

We emphasize that our comments above are NOT rule changes. They’re only being offered to clarify the rules for everyone.

Thank you,

The IPF Executive Committee.