Nk laugardag flytur kraftlyftingadeild Breiðabliks loksins í sína framtíðar æfingaraðstöðu. Þó nokkur tonn af lóðum og tækjum þurfa að færa sig um set. Allir sem vettlingi/vinnuhönskum valda og telja sig eiga Auðuni/Breiðabliki greiða að gjalda ættu að nota tækifærið og gefa laugardagsæfinguna í sjálfboðavinnu við flutningarnar.
Mæting í Smáranum kl. 11.00 nk laugardag (22.janúar). Hafa má samband við Auðunn 897 8017 og láta vita af sér.