Skip to content

Lára Bogey hreppti silfrið

  • by

Lára Bogey Finnbogadóttir, Kraftlyftingafélag Akraness, keppti í dag á  Norðurlandamótinu í Noregi. Hún gerði sér lítið fyrir og vann silfurverðlaun í flokki +90,0 kg kvenna. Hún lyfti seríuna 115,0 – 80,0 – 140,0 = 335,0 kg, en það er 45 kg bæting á einu bretti og allt Íslandsmet í þessum þyngdarflokki.
Lára stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti og var félagi sínu og landi til sóma. Hún á miklar bætingar inni ef hún heldur áfram að æfa af krafti.

Leave a Reply