Skip to content

Landsliðsval 2023

  • by

Landsliðsnefnd KRAFT kallar eftir tilnefningum í landsliðsverkefni 2023. 
Tilnefningar skulu berast frá félögum fyrir 1.desember á netfangið coach@kraft.is  
Í tilnefningu þarf að koma fram nafn, kennitala, sími og netfang viðkomandi keppanda og hvaða verkefni er stefnt á (mót og þyngdarflokk). 
Taka skal fram hvenær keppandi náði lágmörkum og hvaða mót hann hefur keppt á á síðasta ári. 

Á næsta ári fer VesturEvrópumótið fram á Íslandi. Stjórn KRAFT stefnir að því að senda hámarksfjölda keppenda á mótið og skoða möguleikann á að gera undanþágur frá lágmörkum á það mót. Hafið það í huga við tilnefningu. 
Á Norðurlandamót unglinga er stefnan að fjölga keppendum og er félögum hvatt til að benda á unga efnilega iðkendur jafnvel þó þau hafi ekki náð lágmörkum ennþá. 

LÁGMÖRK 

Um önnur skilyrði til landsliðsþátttöku er fjallað í verklagsreglum KRAFT
Þar segir m.a. að keppandi þarf að 
a. vera íslenskur ríkisborgari eða hafa haft fasta búsetu á Íslandi í amk 3 ár.
b. hafa verið félagi í aðildarfélagi KRAFT í a.m.k. 12 mánuði fyrir mót. Hægt er að veita undanþágu frá þessu skilyrði ef um keppendur undir 18 ára aldri er að ræða.
c. hafa náð landsliðslágmörkum fyrir viðkomandi mót á tímabili 70 – 365 dögum fyrir upphaf móts.
d. hafa tekið þátt í, án þess að hafa fallið úr keppni, a.m.k. tveimur meistaramótum á mótaskrá KRAFT eða mótum sem viðurkennd eru af IPF á næstliðnu ári…….. Veita má undanþágu frá þessu skilyrði vegna sérstakra aðstæðna, svo sem ef meiðsl eða veikindi keppanda hafa hamlað þátttöku í mótum á liðnu ári.