Skip to content

Landsliðsval 2020 og Vestur-Evrópukeppnin

  • by

Stjórn KRAFT hefur samþykkt tillögu landsliðsnefndar að verkefnum fyrri hluta árs 2020 og verður það birt á næstu dögum. Haft verður samband við landsliðsmenn í framhaldinu, en upplýsingafundur með undirritun samninga verður haldinn 7.janúar nk.

Vestur- Evrópu keppnin mun fara fram á Íslandi í september 2020 og hefur stjórn tekið undir tillögu landsliðsnefndar um að fjölmenna á það mót og manna full lið.
C- lágmörk gilda venjulega á mótin og allir sem hafa náð þeim og að öðru leyti uppfylla skilyrði hafa keppnisrétt á mótið.
Landsliðsnefnd mun leggja lágmörkin til hliðar og bjóða fleirum þáttöku og verður þá tekið mið af árangri manna á ÍM í mars og ÍM í klassískum í apríl. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í september ættu þess vegna að setja markið fyrst á Íslandsmeistaramótin í vor, en endanlegt val fer fram að þeim loknum.
Stefnan er að gera góða hluti á WEC 2020!