Skip to content

Landsliðslágmörk

  • by

Stjórn KRAFT hefur samþykkt lágmörk til viðmiðunnar fyrir landsliðsnefnd við val á keppendur á alþjóðamót. Kári Rafn Karlsson hefur unnið töflurnar miðað við árangur á eftirtöldum kraftlyftinga/bekkpressumótum undanfarinna ára: Norðurlandamót, Vesturevrópukeppnin, EM og HM  í opnum og aldurstengdum flokkum.

Þó að lágmörkin aðstoði við val í landsliðið, getur landsliðsnefndin tekið tillit til annara þátta  í vali sínu, og enginn keppandi á sjálfgefinn rétt á að komast í landsliðið jafnvel þó hann hafi náð lágmörkum.

Stjórnin ákvað að birta þessum töflum, bæði til að gera allar ákvarðanir sínar gegnsærri og til að gefa keppendum markmið að stefna að. Þau sem stefna á þátttöku erlendis hafa nú eitthvað í höndunum til að stefna á.

LANDSLIÐSLÁGMÖRK

Tags:

Leave a Reply