Skip to content

Landsliðs- og fræðslufundur.

Boðað er til landsliðsfundar með keppendum sem hafa verið valdir til að taka þátt í landsliðsverkefnum 2024 á vegum KRAFT. Framundan er spennandi keppnisár og stefnir í metþátttöku íslenskra keppenda í öllum aldursflokkum. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 27. janúar og stendur yfir frá kl. 11:00-14:00. Fundurinn fer fram í Laugardalshöllinni í fyrirlestrarsal 4. Farið verður yfir verkefni ársins, samninga og fleira, auk þess sem Ásdís Hjálmsdóttir Annerud spjótkastari og þrefaldur Ólympíufari mun vera með námskeiðið “Sterkari hugur” í hugarþjálfun.

Streymi verður frá fundinum og námskeiðinu og verður hlekkur auglýstur þegar nær dregur.