Skip to content

Landsliðið á leið til Úkraínu

  • by

Á morgun leggur íslenska liðið af stað áleiðis til Mariupol Úkraínu þar sem opna Evrópumótið í kraftlyftingum fer fram dagana 8 – 12 maí.

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppir á miðvikudaginn í -63,0 flokki kvenna.
Auðunn Jónsson, Breiðablik, keppir á laugardaginn í +120,0 kg flokki karla.
Þeim til aðstoðar er Grétar Hrafnsson, landsliðsþjálfari.

Helgi Hauksson, alþjóðadómari úr Breiðablik dæmir á mótinu. Sigurjón Pétursson, formaður KRAFT, situr þing EPF sem er haldið í tengslum við mótið.

Allar upplýsingar um mótið og keppendur má finna á heimasíðu EPF.
Sýnt verður beint frá keppninni á vefnum.

 

Leave a Reply