Skip to content

Landslið unglinga

  • by

Landsliðsnefndin auglýsir eftir ungum kraftlyftingakonum og -mönnum sem eiga erindi á Norðurlandamót unglinga 2013. Mótið verður haldið á Íslandi helgina 23 – 24 febrúar.
Landsliðsnefndin vill gefa sem flestum tækifæri til að vera með, enda gefur þátttaka á sterku alþjóðamóti ómetanlega reynslu.
Æfingar fyrir mótið eru að hefjast, enda ekki seinna vænna.
Strákar og stelpur á aldrinum 14 – 23 ára sem hafa áhuga skulu hafa samband við Grétar Hrafnsson strax. coach@kraft.is