Skip to content

Lágmörk fyrir klassísk íslandsmet

  • by

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í gær lágmörk fyrir setningu íslandsmeta í klassískum kraftlyftingum.
Skráning klassískra meta hefst 1.janúar 2014.
Lágmörkin má finna hér.

Um setningu íslandsmeta segir í reglugerð:
Gerður er greinarmunur á metum settum með eða án búnaðar og eru þau síðarnefndu nefnd klassísk met. Íslandsmet með búnaði skal setja á mótum þar sem keppt er með búnaði, Klassísk met skal setja á mótum þar sem keppt er án búnaðar.
Ekki er hægt að setja klassísk met á búnaðarmóti jafnvel þó keppt sé án búnaðar. Sömuleiðis er ekki hægt að setja búnaðarmet á klassísku móti jafnvel þó lyft sé yfir gildandi meti með búnaði.