Skip to content

Kristín og Viktor sigurvegarar RIG 2021

  • by

Keppt var í klassískum kraftlyftingum á RIG í dag og fór keppnin fram í Sporthúsinu í Kópavogi. Að þessu sinni var mótið innanlandsmót þar sem erlendu keppendurnir þurftu að hætta við komu vegna Covid.
Í kvennaflokki sigraði Kristín Þórhallsdóttir frá Kraftlyftingafélagi Akraness en í næstu sætum komu Birgit Rós Becker og Sóley Margrét Jónsdóttir, báðar úr Breiðablik.
I karlaflokki sigraði Viktor Samúelsson, KFA. Næstir komu Friðbjörn Bragi Hlynsson, Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar og Alexander Örn Kárason úr Breiðablik.
Aðstæður á mótsstað voru góðar að öllu leyti nema því að vegna bilunnar var óþægilega kalt í húsinu og þess vegna ekki kjöraðstæður fyrir keppendur. Þrátt fyrir það var árangur góður, margar bætingar og ný met sáu dagsins ljós.
Sóley Margrét Jónsdóttir, Breiðablik, setti Norðurlandamet unglinga í klassískri hnébeygju með 215 kg og samanlagt með 525 kg.
Mörg Íslandsmet féllu á mótinu og má sjá þau hér
Heildarúrslit
Upptaka frá mótinu verður sýnd á RÚV2 þriðjudaginn 2.febrúar kl. 19.30

Við óskum sigurvegurum til hamingju og þökkum öllum sem hjálpuðu til á mótinu: Sérstakar þakkir fær Kraftlyftingadeild Breiðabliks sem bar hitann og þungann af undirbúningi og framkvæmd. Vel gert!

Viktor Samúelsson sigraði í karlaflokki.
Viktor, Friðbjörn og Alexander með verðlaunin
Kristín Þórhallsdóttir sigurvegari kvenna
Kristín, Birgit og Sóley efstar í kvennaflokki