Skip to content

Kraftlyftingaþjálfari 1 – skráning

  • by

Tekið er við skráningum á námskeiðið Kraftlyftingaþjálfara 1 – félagsþjálfara.
Til að taka þátt þurfa menn að vera skráðir í kraftlyftingafélagi, hafa meðmæli síns félags og hafa lokið Þjálfara 1 – almennur hluti á vegum ÍSÍ.

NÁMSKRÁ OG UPPLÝSINGAR

Námskeiðið er 60 kennslustundir kenndar á þremur helgum í mars – maí, byrjum 7-8 mars.
Pláss er fyrir átta nemendur á námskeiðið sem kostar 30 000 kr, innifalið eru öll námsgögn og léttar máltíðir. .
Skráningafrestur er til 2.mars
Félög sendi skráningu til kraft@kraft.is merkt tjalfari1
Í skráningu þarf að koma fram fullt nafn og kennitala, símanúmer og netfang viðkomandi. Fylgja þarf ljósrit af skírteini eða önnur staðfesting á að viðkomandi hafi lokið Þjálfari 1 – almennur hluti frá ÍSÍ. .
Spurningum svarar Gry – gry@kraft.is – 8939739