Skip to content

Kraftlyftingaþjálfari 1 – Námskeið.

Námskeiðið Kraftlyftingaþjálfari 1 – sérgreinahluti verður haldið í vetur. Námskeiðið er hluti af þjálfaramenntun ÍSÍ og er fyrir þá sem hafa lokið ÍSÍ Þjálfaramenntun 1 – almennum hluta. Hér er um menntun félagsþjálfara að ræða sem er styrkt af KRAFT og ÍSÍ. Markmiðið er að þjálfarinn, að loknu námi, nýti þekkingu sína í starfi innan félagsins og sambandsins og fer skráning eingöngu fram gegnum félögin.

Kennt er í 4 lotum og búið er að tímasetja fyrstu lotuna en hún er helgina 11.-12. nóvember nk. Hinar 3 loturnar verða eftir áramótin og verða auglýstar síðar. Hámarksfjöldi á námskeiðið er 8 manns og námskeiðsgjald er 30.000 kr. 

Skráningu skal senda inn eigi síðar en 1. nóvember á lara@kraft.is með símanúmeri og netfangi þátttakanda.