Skip to content

Kraftlyftingaþingi lokið

  • by

Laugardaginn 25.febrúar sl var 13.ársþing Kraftlyftingasambands Íslands haldið í Reykjavík. Þingið var fjölsótt og urðu góðar og málefnalegar umræður undir stjórn Sigurjóns Péturssonar, þingforseta. Þingritari var Laufey Agnarsdóttir.
Skýrsla stjórnar, ársreikningar og fjárhagsáætlun voru lagðir fram og samþykktir samhljóða og tvær tillögur til orðalagsbreytinga í lagatexta sambandsins voru samþykktar og senda til ÍSÍ til staðfestingar.

Á þinginu fóru fram stjórnar- og formannskjör. Hinrik Pálsson var kosinn nýr formaður en auk hans skipa stjórn þau Laufey Agnarsdóttir, Aron Ingi Gautason, Þórunn Brynja Jónasdóttir, Kristleifur Andrésson, María Guðsteinsdóttir og Auðunn Jónsson.

Iðkendum fjölgar jafnt og þétt í kraftlyftingum, bæði í karla- og kvennaflokki. Það kallar á breytingar í regluverki og við framkvæmd móta. Ein tillaga lá fyrir þingi um breytingu á mótareglum og urðu góðar umræður um hana sem og önnur mál og voru tillögur vísaðar til stjórnar til frekari úrvinnslu.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Ingi Þór Ágústsson og Andri Stefánsson. Þeir fluttu kveðju framkvæmdastjórnar og sæmdu  Helga Haukssyni gullmerki ÍSÍ fyrir áratugalangt sjálfboðastarf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

MYNDIR FRÁ ÞINGINU

Stjórn kjörinn á þinginu: Þórunn Brynja Jónasdóttir, Aron Ingi Gautason, Hinrik Pálsson – nýkjörinn formaður, Laufey Agnarsdóttir, María Guðsteinsdóttir og Auðunn Jónsson. Á myndinni vantar Kristleifur Andrésson.