Skip to content

Kraftlyftingaþing 2021

  • by

Boðað hefur verið til 11.ársþings KRAFT laugardaginn 20.mars nk. Þingið verður rafrænt að þessu sinni og hafa fundarboð og kjörbréf verið send til þeirra sem eiga rétt á þingsetu. Óskað hefur verið eftir að menn skrái sig til þátttöku tímanlega eins og fram kemur í fundarboði. Kjörbréf skulu berast KRAFT fyrir 12.00 föstudaginn 19.mars
Stjórnarkjör fer fram á þinginu. Gry Ek gefur kost á sér í formannsembættið en til stjórnarsetu þau Auðunn Jónsson, Hinrik Pálsson, Rúnar Friðriksson og Þórunn Brynja Jónasdóttir.