Skip to content

KRAFTLYFTINGAÞING 2019

  • by

Níunda ársþing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið í Reykjavík 23.febrúar nk. og hefst þinghald kl. 14.00

Kjörbréf hafa verið send út til þeirra sem eiga fulltrúa á þinginu. Stjórn mun leggja fram tillögu að nýjum lögum sambandsins og tillögu að nýju merki. 

Kosið verðum um sæti formanns og þrjú stjórnarsæti. Eftir formannssætinu sækjast Grétar Skúli Gunnarsson, KFA og Gry Ek Gunnarsson, Ármann. Þrír bjóða sig fram til stjórnarstarfa, þau Auðunn Jónsson – Breiðablik, Inga María Henningsdóttir – Massi og Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, Ármann.