Skip to content

Kraftlyftingaþing 2012

  • by

Kraftlyftingasamband Íslands heldur annað ársþing sitt í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum á Akranesi laugardaginn 28.janúar nk. Þingið hefst klukkan 9.30.
Rétt til setu á þinginu hafa fulltrúar kraftlyftingafélaga og -deilda, fulltrúar héraðssambanda/íþróttabandalaga sem hafa kraftlyftingar innan sinna vébanda, stjórn Kraft, nefndarmenn Kraft og fulltrúar ÍSÍ og Menntamálaráðuneytisins.

Kjörbréf hafa verið send til formanna allra félaga, en fjöldi fulltrúa fer eftir fjölda skráðra félaga í Felix 20.desember sl.
FULLTRÚAR ÞURFA AÐ LEGGJA FRAM UNDIRRITUÐ KJÖRBRÉF Í SÍÐASTA LAGI Í UPPHAFI FUNDAR.

Dagskrá fundarins er samkvæmt 11. grein laga KRAFT.

Tags:

Leave a Reply