Skip to content

Kraftlyftingasamband Íslands 13 ára.

Í dag eru þrettán ár síðan Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stofnaði sérsamband
um kraftlyftingar. Frá þeim degi hefur verið unnið ötult uppbyggingarstarf, bæði innan
sambandsins og félaganna og hefur iðkendum fjölgað mjög mikið síðustu ár. Þá er óhætt
að segja að árangur íslenskra kraftlyftingakeppenda hafi verið framúrskarandi á alþjóðavísu
og vakið mikla athygli í heimi íþrótta á Íslandi. Við óskum öllu kraftlyftingafólki og velunnurum
kraftlyftinga til hamingju með áfangann og stefnum ótrauð áfram!

Frá stofnþingi Kraftlyftingasambands Íslands 15. apríl 2010.