Skip to content

Kraftlyftingamót í Mosfellsbæ – skráning hafin

  • by

Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar stendur fyrir kraftlyftingamót í íþróttamiðstöðinni Varmá sunnudaginn 11.nóvember nk.
Keppt verður í bekkpressu og réttstöðulyftu og geta keppendur valið að keppa í einni grein eða báðum. Keppnisgjald er 3000 krónur í báðum tilfellum.

Mótin eru á mótaskrá og fer skráning fram eins og venjulega. Eingöngu félög geta skráð keppendur  og þurfa menn að hafa verið skráðir félagsmenn í amk mánuð fyrir mót.
Skráningarfrestur er til 21.oktober og svo hafa menn viku til að breyta um þyngdarflokk og greiða keppnisgjald.
SKRÁNING

 

Tags: