Skip to content

Kraftlyftingamenn ársins 2012

  • by

Auðunn Jónsson, Breiðablik hefur átt mjög gott ár 2012.

Helstu afrek 2012, öll í +120,0 kg flokki:
Íslandsmeistari í kraftlyftingum
Íslandsmeistari í bekkpressu
5.sæti á Evrópumóti í kraftlyftingum
8. sæti  á Heimsmeistaramóti í kraftlyftingum
Gullverðlaun í réttstöðulyftu á HM
Silfurverðlaun í réttstöðulyftu á EM
Auðunn hefur sett ótal íslandsmet á árinu, m.a. 1050,0 kg samanlagt sem jafnframt er heimsmet í flokki karla 40 ára og eldri.

Auðunn er í 6.sæti á heimslista IPF í sínum þyngdarflokki.

 

María Guðsteinsdóttir, Ármanni  er ein fremsta kraftlyftingakona Norðurlanda og hefur borið höfuð og herðar yfir aðra keppendur í kvennaflokki.

Helstu afrek 2012:
Íslandmeistari í bekkpressu, -63 kg flokki
Íslandsmeistari í réttstöðulyftu, -72 kg flokki
9. sæti á Evrópumóti í kraftlyftingum, -63 kg flokki
11.sæti á Heimsmeistaramóti í kraftlyftingum, -63 kg flokki

María hefur sett fjölda íslandsmeta á árinu.

María er í 19.sæti á heimslista IPF í sínum þyngdarflokki

Pages: 1 2