Skip to content

Kraftlyftingadeild Breiðabliks

  • by

Það er ekki bara í boltanum sem Blikar hafa gert góða hluti undanfarið. Innan Kraftlyftingadeildarinnar hafa menn unnið af mikilli þrautseigju og samtakamætti, nokkuð sem hefur skilað sér í stöðugri uppbyggingu og fjölgun félagsmanna. Deildin telur nú yfir 70 meðlimi skráða í Felix, en Breiðablik hefur alla tíð sinnt skráningu og öðrum formsatriðum eins og atvinnumenn.

Deildin hefur verið að viða að sér tæki og tól, festi t.d. nýverið kaup á tveimur keppnisstöngum. Það eru helst húsnæðisþrengsli  sem hafa staðið vegi fyrir frekari fjölgun iðkenda hingað til, en nú er útlit fyrir að þrautseigjan og samtakamátturinn muni leysa úr þeim vanda líka.

Kraftlyftingadeild Breiðabliks hefur á að skipa suma af sterkustu kraftlyftingamönnum og -konum landsins. Með bættri æfingaraðstöðu og áframhald á stöðugri uppbyggingu er ljóst að Blikar verða enn skæðari andstæðingar á næsta ári. 

Leave a Reply