Fyrsta þing Kraftlyftingasambands Íslands fer fram laugardaginn 29. janúar nk í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar Jaðarsbökkum á Akranesi. Þingstörfin hefjast kl. 17.00.
Atkvæðisbærir fulltrúar eru 25, einn frá hverju héraðssambandi og 2-4 frá hverju félagi eftir iðkendafjölda. Auk þess eiga rétt til þingsetu stjórn og nefndir KRAFT og fulltrúar frá ÍSÍ og ráðuneyti íþróttamála.
Dagskrá og framkvæmd þingsins er samkvæmt lögum sambandsins.
Öll félög (nema hið nýstofnaða félag Seltjarnaress) eiga rétt á að senda fulltrúa á þingið. Kjörbréf hafa verið send héraðssamböndum, en fulltrúar þurfa að leggja fram löglega undirrituð kjörbréf við upphaf þings. Félög sem hafa ekki fengið kjörbréf skulu hafa samband sem fyrst við sín svæðis/héraðssambönd og bæta úr því.