Skip to content

Keppni lokið á V.EM

Keppni er lokið á Vestur Evrópumótinu í Kraftlyftingum.

Alex Cambray Orrason og Þorbergur Guðmundsson stigu síðastir á svið fyrir Íslands hönd. Þetta reyndist frekar erfiður dagur og voru dómarnir ekki strákunum í hag. Báðir gáfu allt í þetta og engin spurning að þeir koma báðir sterkari til baka og reynslunni ríkari. Alex var með þrjár ógildar lyftur í bekknum eftir að hafa rifið upp 315kg í hnébeygjunni og dómarnir féllu ekki með Þorbergi í beygjunni.

Íslendingarnir stóðu sig heilt yfir mjög vel og féllu nokkur Íslandsmet ásamt því að Viktor og Ragnheiður fara heim með verðlaunapening.