Skip to content

Keppni í kraftlyftingum á Heimsleikunum hefst á morgun.

  • by

Á morgun hefst keppni í kraftlyftingum á Heimsleikunum (World Games) en þetta er stærsti viðburðurinn innan kraftlyftingaheimsins. Leikarnir fara að þessu sinni fram í Kólumbíu þar sem sterkasta kraftlyftingafólkið mun berjast um gull,silfur og brons, en við hin sem ekki erum stödd á staðnum getum fylgst með beinni vefútsendingu. Meðal keppenda má nefna Carl Yngvar Christianssen frá Noregi og Priscillu Ribic frá Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar um keppendur, dagskrá og fleira má finna á heimasíðu IPF http://www.powerlifting-ipf.com/.  Útsendingin hefst á morgun með keppni kvenna í léttvigt en hér er linkur á útsendinguna  http://tv.theworldgames2013.com/