Skip to content

Kara með brons á EM

Kara Gautadóttir átti góðu gengi að fagna á Evrópumeistaramótinu í dag. Þar vann hún til bronsverðlauna í samanlögðu með 362,5 kg í -57 kg flokki unglinga.

Í hnébeygju lyfti Kara mest 145 kg í þriðju tilraun og vann brons í greininni. Í bekkpressu náði hún aðeins einni gildri lyftu, en það kom ekki að sök því með 80 kg lyftu vann hún til silfurverðlauna.  Kara lyfti svo mest 137,5 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hún 362,5 kg, sem landaði henni bronsinu. Hún missti naumlega af silfrinu í samanlögðu því Anastasiia Nakonechna frá Úkraínu tók einnig 362,5 kg, en var aðeins aðeins léttari.

Til hamingju Kara!

Næstur Íslendinga á keppnispallinn er Guðfinnur Snær Magnússon, sem keppir í +120 kg fl. unglinga. Hann hefur keppni kl. 12:30 á morgun.