Skip to content

Júlían keppir á sunnudaginn á réttstöðulyftumóti

Sunnudaginn næstkomandi keppir Júlían JK Jóhannsson á Bodybuilding.com Pro Deadlift í Columbus, OH USA.

Júlían með 382,5 kg í höndunum, fullur af anda.

Þetta er í annað skiptið sem Júlían keppir á mótinu en þetta er boðsmót og munu margir af bestu keppendum heimsins mæta. Júlían fór sigri hrósandi frá mótinu á síðasta ári og mun hann að sjálfsögðu gera sitt besta núna í ár. Vonandi fara 400 kílóin á loft en hann reyndi við þá þyngd á HM í Pilsen á síðasta ári.