Skip to content

Júlían íþróttakarl Reykjavíkur 2016

  • by

itrottamadur-rvkÍ dag, við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur, heiðruðu Reykvíkingar sitt helsta afreksfólk og var þar tilkynnt val íþróttafólks ársins 2016. Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, sem KRAFT hefur útnefnt Kraftlyftingakarl ársins 2016, varð fyrir valinu sem Íþróttakarl ársins, en þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur þennan mikla heiður. Hann tók við viðurkenningu þess efnis úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Hlutskörpust í kvennaflokki var kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Við óskum Júlíani innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og fögnum því að kraftlyftingamenn vinni afrek sem verðskuldi slíkan heiður.