Skip to content

Júlían Evrópumeistari unglinga.

  • by

em16Þá er spennandi Evrópumóti unglinga lokið og ekki hægt að segja annað en að sigurganga Júlíans J. K. Jóhannssonar haldi áfram, því í dag tryggði hann sér Evrópumeistaratitil unglinga í +120 kg flokknum. Júlían kláraði mótið með glæsibrag og sigraði Rússann Philipp Obukhov með miklum yfirburðum. Serían hjá Júlíani var hnébeygja 395 kg (íslandsmet unglinga), bekkpressa 290 kg (íslandsmet í opnum flokki) og 365 kg í réttstöðu (íslandsmet í opnum flokki). Samanlagður árangur hans er svo jöfnun á íslandsmetinu í opnum flokki. Þá varð hann einnig stigahæsti unglingurinn á mótinu, með 577,71 Wilksstig. Til hamingju Júlían með þennan frábæra árangur.